Hraðskimunarpróf fyrir Covid 19
Íslendingar sem koma frá Spáni til Íslands þurfa nú að leggja fram allt að 72 klst gamalt neikvætt Covid skimunarpróf sem þarf að sýna við innritun í flug á Alicante flugvelli svo og við komuna til Keflavíkur.
Í samstarfi við IMED heilsugæslustöðina á Torrevieja svæðinu bjóðum við nú upp á svokölluð hraðpróf við Covid (Antigen) sem íslensk yfirvöld taka gildi frá og með 27.júlí en við getum boðið þau á lægra verði en venjulega PCR próf. Venjulegt verð á PCR prófi er 110 evrur en í gegnum okkur er Hraðprófið á 40 evrur.
Ferlið er þetta:
Þið einfaldlega fyllið út neðangreint skráningarform – veljið tímann sem hentar ykkur – greiðið fyrir skimunina og innan 48 klst fáið þið tölvupóst frá IMED þar sem ykkur er tilkynnt klukkan hvað þið eigið að mæta ( á ekki við um helgar). Nauðsynlegt að panta með minnsta kosti 24 klst fyrirvara. Þið þurfið ekki að bíða í neinni röð þegar mætt er á svæðið eða gefa sig fram við afgreiðslu heldur ganga beint inn í heilsugæslustöðina og bíða fyrir framan herbergi merkt “Covid test”. Þar sýnið þið vegabréfið og tölvupóstinn sem þið fenguð sendan frá IMED.
Covid hraðprófið er framkvæmt með stroku upp í nef og þið fáið niðurstöðuna senda á ykkar netfang innan 30 min frá skimum. Ef einhver vandræði eða þið farið að lengja eftir emaili frá IMED þá er hægt að hringja í okkur í síma 0034-620226762 (Hrafnhildur)
Hér kemur staðsetning IMED skimunarstöðvarinnar í Torrevieja:
- Torrevieja – smelltu hér til að sjá kort.
- Allt rafrænt.
- Engar biðraðir.
- Viðurkenndar skimunaraðferðir og öryggi alla leið.