Um okkur

Heimasíðan www.spann.is er rekin og haldin úti af Fasteigna- og þjónustumiðluninni Spánarheimili og Leigumiðluninni www.sumarhusaspani.is en hjá fyrirtækjunum vinna Íslendingar með bæði aðsetur á Íslandi og Spáni. Við erum öll miklir reynsluboltar í allri þjónustu til samlanda okkar sem leggja land undir fót á Spáni. Við höfum verið með starfsemi á Spáni í 18 ára eða frá árinu 2005 en hjá fyrirtækjunm starfa 13 manns og stöndum við stolt undir slagorðinu – Leggjum Spán að fótum þér – .

Akstursþjónusta okkar á Costa Blanca svæðinu snýr bæði að flugvallarakstri í gegnum Alicante og Corvera flugvellina svo og öllum öðrum akstri innan svæðisins en við höfum öll tilskilin leyfi og tryggingar fyrir slíkri þjónustu.

Þjónustunúmerið okkar á spáni er 00354-6206500 en pantanir á akstri fara í gegnum þessa síðu eða í síma 5-585858.

Við leggjum mikið upp úr persónulegri og faglegri þjónustu við okkar viðskiptavini.

Með sólarkveðju
Starfsfólk Spánarheimila og Sumarhúsa á spáni